Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   þri 08. júlí 2025 15:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Oliver stefnir á endurkomu gegn Stjörnunni
Mynd: Raggi Óla
Oliver Heiðarsson, sóknarmaður ÍBV, hefur misst af síðustu átta leikjum vegna meiðsla á fæti sem hann varð fyrir snemma leiks gegn KA í maí.

Næsti leikur liðsins verður gegn Stjörnunni næsta mánudag og segir Oliver við Fótbolta.net að stefnan sé sett á mínútur í þeim leik.

Hann á nokkra mánuði eftir af samningi sínum og var spurður út í sína framtíð, hvort hann myndi klára tímabilið með ÍBV.

Fjallað var um áhuga erlendis frá um helgina, þar á meðal frá Hobro í dönsku B-deildinni, en félög í sænsku B-deildinni og króatísku úrvalsdeildinni hafa einnig áhuga, ásamt íslenskum félögum.

„Allur fókus er á að ná mér 100% góðum og byrja að spila. Ég er ekkert að spá í neinu öðru," segir Oliver.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 16 10 3 3 42 - 21 +21 33
2.    Víkingur R. 16 9 4 3 29 - 18 +11 31
3.    Breiðablik 16 9 4 3 28 - 21 +7 31
4.    Fram 16 7 3 6 25 - 21 +4 24
5.    Stjarnan 16 7 3 6 29 - 27 +2 24
6.    Vestri 16 7 1 8 15 - 14 +1 22
7.    Afturelding 16 5 4 7 19 - 24 -5 19
8.    FH 16 5 3 8 26 - 23 +3 18
9.    ÍBV 16 5 3 8 14 - 23 -9 18
10.    KA 16 5 3 8 16 - 31 -15 18
11.    KR 16 4 5 7 36 - 38 -2 17
12.    ÍA 16 5 0 11 16 - 34 -18 15
Athugasemdir
banner