Sunderland hefur gengið frá kaupum á Reinildo Mandava frá Atletico Madrid. Mandava skrifar undir tveggja ára samning við Sunderland sem komst upp úr Championship deildinni í vor og verður því í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili.
Reinildo kom til Atletico árið 2022 og lék 99 leiki í öllum keppnum fyrir félagið, þar af 32 á síðasta tímabili þar sem hann spilaði reglulega í Meistaradeildinni og La Liga.
Síðasti leikur hans fyrir Atletico var gegn PSG á HM félagsliða. Hann kemur til Sunderland á frjálsri sölu þar sem hann varð samningslaus í lok síðasta mánaðar.
Reinildo kom til Atletico árið 2022 og lék 99 leiki í öllum keppnum fyrir félagið, þar af 32 á síðasta tímabili þar sem hann spilaði reglulega í Meistaradeildinni og La Liga.
Síðasti leikur hans fyrir Atletico var gegn PSG á HM félagsliða. Hann kemur til Sunderland á frjálsri sölu þar sem hann varð samningslaus í lok síðasta mánaðar.
Reinildo er þrítugur og fæddur í Beira í Mósambík, á að baki 49 landsleiki. Hann kom til Atletico frá franska félaginu Lille þar sem hann varð franskur meistari og var í liði ársins.
????????
— Sunderland AFC (@SunderlandAFC) July 8, 2025
Athugasemdir