Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Verratti færir sig um set í Katar
Mynd: Al Arabi
Marco Verratti, fyrrum leikmaður PSG, hefur fært sig um set í Katar.

Þessi 32 ára gamli ítalski miðjumaður er genginn til liðs við Al-Duhail frá Al-Arabi.

Hann gekk til liðs við Al-Arabi árið 2023 frá PSG en hann var liðsfélagi Arons Gunnarssonar um tíma.

Christophe Galtier, fyrrum stjóri Verratti hjá PSG, stýrði Al-Duhail á síðustu leiktíð þar sem liðið endaði í 2. sæti en Galtier er farinn til Sádi-Arabíu.

Luis Alberto, fyrrum leikmaður Liverpool og Lazio, er leikmaður Al-Duhail.
Athugasemdir