Á morgun stendur Fótbolti.net þriðja árið í röð fyrir veglegri vítaspyrnukeppni þar sem vítskytta Íslands verður krýnd. Keppnin fer að þessu sinni fram á Þróttaravelli en með því að taka þátt styrkir fólk gott málefni um leið.
Keppnin er fram á Þróttaravelli klukkan 14:00 á morgun, laugardag, en klukkan 16:00 sama dag mætast Valur og ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli. Fólk getur því tekið þátt í vítaspyrnukeppninni áður en það skellir sér á völlinn!
Keppnin er fram á Þróttaravelli klukkan 14:00 á morgun, laugardag, en klukkan 16:00 sama dag mætast Valur og ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli. Fólk getur því tekið þátt í vítaspyrnukeppninni áður en það skellir sér á völlinn!
Þátttökugjald í vítaspyrnukeppninni er 1000 krónur en allur ágóði rennur í ferð fyrir Vildarbörn Icelandair. Vildabörn Icelandair eru sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina til stuðnings veikum börnum og fjölskyldum þeirra.
Í fyrra söfnuðust yfir 400 þúsund krónur fyrir Vildarbörn og markið er sett ennþá hærra í ár.
Sigurvegarinn í keppninni fær gjafabréf frá Icelandair en um er að ræða flugmiða fyrir tvo til Evrópu.
Markverðir úr Pepsi-deildinni og 1. deildinni munu standa á milli stanganna líkt og í fyrra.
Keppt er þar til að einn sigurvegari stendur eftir og hann verður vítaskytta Íslands árið 2016!
Keppni hefst stundvíslega klukkan 14:00 en skráning verður á staðnum og hefst hún klukkan 13:30. Ekkert aldurstakmark er í keppninni sem er opin öllum.
Hægt verður að kaupa sig aftur inn í keppnina eftir nokkrar umferðir fyrir hærra verð ef þú dettur út. 3000 krónur kostar að koma inn í 3. umferð, 5000 í 5. umferð og 10 þúsund kostar að koma inn í 7. umferð. Sá peningur rennur einnig í ferðina fyrir Vildarbörn Icelandair.
Taktu þátt í skemmtilegri keppni og styrktu gott málefni um leið!
Keppt verður á fjögur mörk til að byrja með til að keppnin gangi hraðar. Þegar nær dregur úrslitum verður síðan keppt á eitt mark.
Smelltu hér til að sjá viðburðinn á Facebook
Sjá einnig:
Myndir: Arnar Steinn er vítaskytta Íslands (2014)
Umhyggja fékk 242 þúsund krónur eftir vítaspyrnukeppnina (2014)
Myndaveisla: Albert Guðmundsson varð vítaskytta Íslands (2015)
Vildarbörn fengu 406 þúsund eftir vítaspyrnukeppnina (2015)
Athugasemdir