Síðastliðinn laugardag stóð Fótbolti.net fyrir vítaspyrnukeppni á grasinu við Háskóla Íslands.
Allur ágóði af keppninni mun renna til Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum.
Allur ágóði af keppninni mun renna til Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum.
Tæplega 200 manns tóku þátt í keppninni en hinn 19 ára gamli Arnar Steinn Þorsteinsson fór á endanum með sigur af hólmi.
Arnar, sem spilar með 2. flokki FH, skoraði úr ellefu spyrnum í röð og tryggði sér þannig sigurinn í keppninni eftir harða baráttu.
Gunnleifur Gunnleifsson, landsliðsmarkvörður, stóð á milli stanganna undir lokin þegar tólf keppendur stóðu eftir.
Sindri Snær Jensson (KR), Anton Ari Einarsson (Val), Denis Cardaklija, Hörður Fannar Björgvinsson (Fram), Arnór Bjarki Hafsteinsson (Breiaðblik) stóðu einnig á milli stanganna.
Stefnt er á að gera vítaspyrnukeppnina að árlegum viðburð og því getur fólk strax byrjað að æfa spyrnurnar fyrir keppnina á næsta ári!
Hér að neðan má sjá myndir sem Ómar Vilhelmsson tók á keppninni á laugardaginn.
Athugasemdir