„Rosalega svekkjandi, mér fannst við eiga skilið sigur í dag. Topp frammistaðar hjá okkur, varnarlega mjög góðir og vel spilaður leikur hjá okkur á öllum sviðum fótboltans," sagði Tufa eftir jafntefli gegn FH á Akureyri í kvöld.
Lestu um leikinn: KA 1 - 1 FH
Tufa var ánægður með leik sinna manna.
„Ég er mjög ánægður með spilamennsku okkar, kannski okkar besti leikur í sumar á móti atvinnumannaliði. Rosalega svekkjandi og ósanngjarnt að við fáum bara eitt stig út úr þessu. Það var smá augnablik sem kostar okkur mark, mjög svekktur því mínir strákar skildu allt eftir á vellinum og við áttum bara skilið sigur í dag."
KA féll aftarlega eftir að markið sem þeir skoruðu.
„Það er aldrei planið en það gerist sjálfkarfa í fótboltaleikjum, við vildum bara klára þetta með sigri. Menn fóru að þreyttast og þeir settu púður í að jafna leikinn. Mér fannst aldrei vera nein hætta, þeir voru ekki að opna okkur. Mér fannst þeir bara ekki eiga færi í leiknum, við vorum góðir á öllum sviðum."
Martinez, Guðmann, Steinþór og Hallgrímur Jónasson eru allir meiddir.
„Þeir eru allir meiddir en þegar lið stendur svona saman eins og sást í dag þá skiptir ekki máli hverjir eru fyrstu ellefu og hverjir eru á bekknum. Liðin spilaði vel í dag."
Tufa veit ekki hvort þeir spili meira í sumar.
„Ég vona það en ég er ekki rétti maðurinn til að svara þessu."
KA er í 7. sæti með 19 stig.
„Við erum bara í baráttu í allt sumar og þetta verður þannig fram til loka. Við eigum hörkuleik á móti Keflavík á sunnudaginn og það er það sem við erum að hugsa um, hvíla okkur vel eftir þennan leik og verðum klárir á sunnudaginn þegar við mætum Keflavík."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























