Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
banner
   mið 08. ágúst 2018 21:16
Ester Ósk Árnadóttir
Tufa: Smá augnablik sem kostar okkur mark
KA fékk jöfunarmark á sig í uppbótartíma
KA fékk jöfunarmark á sig í uppbótartíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rosalega svekkjandi, mér fannst við eiga skilið sigur í dag. Topp frammistaðar hjá okkur, varnarlega mjög góðir og vel spilaður leikur hjá okkur á öllum sviðum fótboltans," sagði Tufa eftir jafntefli gegn FH á Akureyri í kvöld. 

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 FH


 Tufa var ánægður með leik sinna manna.

Ég er mjög ánægður með spilamennsku okkar, kannski okkar besti leikur í sumar á móti atvinnumannaliði. Rosalega svekkjandi og ósanngjarnt að við fáum bara eitt stig út úr þessu. Það var smá augnablik sem kostar okkur mark, mjög svekktur því mínir strákar skildu allt eftir á vellinum og við áttum bara skilið sigur í dag."   

KA féll aftarlega eftir að markið sem þeir skoruðu. 

Það er aldrei planið en það gerist sjálfkarfa í fótboltaleikjum, við vildum bara klára þetta með sigri. Menn fóru að þreyttast og þeir settu púður í að jafna leikinn. Mér fannst aldrei vera nein hætta, þeir voru ekki að opna okkur. Mér fannst þeir bara ekki eiga færi í leiknum, við vorum góðir á öllum sviðum."  

Martinez, Guðmann, Steinþór og Hallgrímur Jónasson eru allir meiddir.

Þeir eru allir meiddir en þegar lið stendur svona saman eins og sást í dag þá skiptir ekki máli hverjir eru fyrstu ellefu og hverjir eru á bekknum. Liðin spilaði vel í dag."  

Tufa veit ekki hvort þeir spili meira í sumar. 

Ég vona það en ég er ekki rétti maðurinn til að svara þessu."  

KA er í 7. sæti með 19 stig. 

Við erum bara í baráttu í allt sumar og þetta verður þannig fram til loka. Við eigum hörkuleik á móti Keflavík á sunnudaginn og það er það sem við erum að hugsa um, hvíla okkur vel eftir þennan leik og verðum klárir á sunnudaginn þegar við mætum Keflavík." 

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner