Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 08. ágúst 2020 12:15
Brynjar Ingi Erluson
Guðni Bergs: Höldum í bjartsýnina og jákvæðnina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, biður alla knattspyrnuáhangendur um halda í bjartsýnina á samskiptamiðlinum Twitter en ljóst er að enginn fótbolti verður spilaður á Íslandi til og með 13. ágúst.

Síðasti leikur á Íslandi var spilaður þann 30. júlí en yfirvöld hertu þá aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

KSÍ sendi heilbrigðisyfirvöldum tillögur að því hvernig hægt væri að hefja leiktíðina að nýju en þeim tillögum var synjað. KSÍ reyndi að fá undanþágu en henni var hafnað þar sem ekki er unnt að viðhalda 2 metra nálægðarmörkun.

Mikil ólga hefur verið á Íslandi í ljósi þess að fótbolti er spilaður í öðrum löndum í Evrópu og öllum heiminum en ljóst er að mótið gæti verið spilað fram í nóvember og jafnvel desember.

Formaðurinn er þó bjartsýnn og vill að allir takist á við þetta í sameiningu.

„Kæru vinir og fylgjendur nú er að takast á við þetta í sameiningu. Við lærum af þessu og fylgjum sóttvarnarráðum okkar fólks. Höldum í bjartsýnina og jákvæðnina. Við komum sterk til baka eins og áður," skrifaði Guðni á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner