Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 08. ágúst 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Barcelona og Bayern síðust í 8-liða úrslit
Átta liða úrslitin í næstu viku
Messi var flottur gegn Napoli.
Messi var flottur gegn Napoli.
Mynd: Getty Images
Bayern rúllaði upp Chelsea með Lewandowski fremstan í flokki.
Bayern rúllaði upp Chelsea með Lewandowski fremstan í flokki.
Mynd: Getty Images
Barcelona og Bayern München munu eigast við í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Í kvöld kláruðust 16-liða úrslitin og er einvígi Börsunga og Bæjara niðurstaðan eftir leiki kvöldsins.

Bayern pakkaði Chelsea saman. Fyrri leikurinn á Stamford Bridge 3-0 og var þetta einvígi í raun búið fyrir leikinn í kvöld. Frank Lampard gerði sex breytingar á sínu liði á meðan Bayern mætti með ógnarsterkt lið til leiks.

Markamaskínan Robert Lewandowski skoraði eftir tíu mínútur af vítapunktinum og ekki löngu aftur það skoraði Ivan Perisic annað mark Bayern. Staðan þá orðin 5-0 samanlagt.

Tammy Abraham minnkaði muninn fyrir leikhlé, en möguleikar Chelsea litlir sem engir þrátt fyrir það. Corentin Tolisso og Lewandowski gerðu algerlega út um einvígið með mörkum í seinni hálfleik. Lokatölur 4-1 og samanlagt 7-1 fyrir Bayern; upprúllun hjá þýska stórveldinu sem ætlar sér alla leið.

Það var aðeins meiri spenna í hinu einvígi kvöldsins þar sem Napoli heimsótti Barcelona. Fyrir leikur liðanna á Ítalíu endaði 1-1 og allt opið fyrir leikinn á Nývangi.

Barcelona náði forystunni á tíundu mínútu, rétt eins og Bayern í Þýskalandi. Miðvörðurinn Clement Lenglet skoraði með skalla en markið hefði líklega aldrei átt að standa þar sem Lenglet ýtti vel frá sér í aðdragandanum.

VAR, myndbandsdómarakerfið, var í rauninni allt í öllu í fyrri hálfleiknum, ásamt Lionel nokkrum Messi. Argentíski snillingurinn kom Barcelona í 2-0 með fögru marki á 23. mínútu. Stuttu síðar skoraði hann aftur en eftir langa athugun var það mark dæmt af þar sem Messi var talinn hafa fengið boltann í höndina. Barcelona stuðningsmenn voru allt annað en sáttir með það.

Barcelona fékk svo vítaspyrnu eftir ótrúlega langa VAR-skoðun. Kalidou Koulibaly sparkaði Messi niður í teignum. Luis Suarez fór á punktinn og skoraði. Napoli minnkaði muninn fyrir leikhlé með marki úr vítaspyrnu og var staðan 3-1 eftir frábæran skemmtun í fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var ekki eins skemmtilegur og lokatölur 3-1. Barcelona fer áfram, samanlagt 4-2 og Quique Setién heldur enn starfinu.

Átta liða úrslitin verða spiluð í næstu viku. Það er bara einn leikur en ekki tveggja leikja einvígi eins og venjan er. Það er auðvitað vegna kórónuveirufaraldursins. Leikirnir sem eru framundan í keppninni fara allir fram í Lissabon í Portúgal.

Bayern 4 - 1 Chelsea (samanlagt 7-1)
1-0 Robert Lewandowski ('10 , víti)
2-0 Ivan Perisic ('24 )
2-1 Tammy Abraham ('44 )
3-1 Corentin Tolisso ('76 )
4-1 Robert Lewandowski ('83 )

Barcelona 3 - 1 Napoli (samanlagt 4-2)
1-0 Clement Lenglet ('10 )
2-0 Lionel Andres Messi ('23 )
3-0 Luis Suarez ('45 , víti)
3-1 Lorenzo Insigne ('45 , víti)

8-liða úrslitin:
Atalanta - Paris Saint-Germain
Lyon - Man City
RB Leipzig - Atletico Madrid
Barcelona - Bayern München


Athugasemdir
banner
banner