Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. ágúst 2020 21:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Næst stærsta tap í sögunni hjá ensku félagi
Chelsea fékk skell.
Chelsea fékk skell.
Mynd: Getty Images
Chelsea tapaði 4-1 gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og fór einvígið samanlagt 7-1.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Barcelona og Bayern síðust í 8-liða úrslit

Þetta er næst stærsta tap hjá ensku félagi í sögu útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Opta segir frá því.

Bayern á líka heiðurinn af stærsta tapinu, en það kom í 16-liða úrslitunum 2016/17 tímabilið gegn nágrönnum Chelsea í Arsenal. Þá vann Bayern samanlagt 10-2 sigur.

Tímabilinu er lokið hjá Chelsea og munu Frank Lampard og hans samstarfsmenn núna hefja undirbúning fyrir næsta tímabil sem hefst eftir rúman mánuð. Ekki langur tími til stefnu.


Athugasemdir
banner
banner
banner