Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 08. ágúst 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Keflavík fær landsliðskonu á miðjuna (Staðfest)
Mynd: Maccabi Hadera
Keflavík hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna því Simona Rebekka Meijer er gengin í raðir félagsins og komin með leikheimild fyrir næsta leik liðsins.

Meijer er landsliðskona Norður-Makedóníu en er einnig með tengingar til Hollands. Hún á að baki fjóra landsleiki, lék með landsliðinu í undankeppni EM í sumar.

Hún er 19 ára örvfættur miðjumaður sem einnig getur spilað á kantinum, Hún lék síðast með liði Maccabi Hadera í Ísrael. Hún hefur verið mjög markheppin á sínum ferli til þessa, en Besta deildin verður stærsta sviðið sem hún hefur prófað á sínum ferli.

Keflavík er í neðsta sæti Bestu deildarinnar með níu stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Allt bendir til þess að Keflavík endi í neðri hlutanum og því eru sex mikilvægir leikir framundan fyrir liðið til þess að bjarga sér frá falli.

Næsti leikur Keflavíkur verður gegn Víkingi á laugardag og gæti Simona þá spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner