Josh Acheampong, ungur bakvörður Chelsea, er á óskalista Paris Saint-Germain og Real Madrid.
Frá þessu greinir breska dagblaðið The Independent.
Frá þessu greinir breska dagblaðið The Independent.
Acheampong er 18 ára gamall hægri bakvörður sem lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Chelsea undir lok síðasta tímabils er hann kom inn á sem varamaður í sigri gegn Tottenham.
Það er talið að Chelsea muni biðja um 15 milljónir evra fyrir Acheampong.
Acheampong, sem á fjóra leiki að baki fyrir U18 landslið Englands, er talinn spennandi kostur fyrir framtíðina en það kemur fram hjá Independent að PSG líti á hann sem góðan varakost fyrir Achraf Hakimi og að Real Madrid líti á hann sem öflugan varakost fyrir Dani Carvajal.
Athugasemdir