Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   fim 08. ágúst 2024 09:52
Elvar Geir Magnússon
Zouma flýgur til Furstadæmana
Mynd: Getty Images
Kurt Zouma varnarmaður West Ham hefur samþykkt sölu til Shabab Al-Ahli í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Hann er á leið í flug og mun gangast undir læknisskoðun.

Zouma er 29 ára og lék 33 úrvalsdeildarleiki á síðasta tímabili. Hann var þó ekki ofarlega í plönum Julen Lopetegui.

Zouma kostaði West Ham tæplega 30 milljónir punda þegar hann var keyptur frá Chelsea 2021.

Hann vann tvo úrvalsdeildartitla, Meistaradeildina og deildabikarinn með Chelsea. Hann bætti svo Sambandsdeildarmedalíu í safnið með West Ham á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner