Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   fim 08. september 2022 15:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Adam Lallana tekur við þjálfun Brighton tímabundið
Adam Lallana.
Adam Lallana.
Mynd: Getty
Adam Lallana er tekinn við Brighton til bráðabirgða eftir að Graham Potter ákvað að stökkva á tækifærið og taka við Chelsea.

Potter tók við í dag sem stjóri Chelsea. Hann skrifaði undir fimm ára samning við félagið.

Potter tók með sér marga úr þjálfarateyminu yfir til Chelsea og því hefur Lallana, sem er fyrrum leikmaður Southampton og Liverpool, tekið við keflinu.

Lallana mun stýra Brighton með Andrew Crofts á meðan nýr stjóri er fundinn.

Lallana er auðvitað leikmaður Brighton líka og hefur komið við sögu í þremur leikjum á þessu tímabili. Hann er ekki að leggja skóna á hilluna þó hann muni stýra liðinu næstu daga eða vikur.
Athugasemdir
banner
banner