Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 08. september 2022 06:00
Aksentije Milisic
Bayern bætti eigið met í gær
Magnaðir.
Magnaðir.
Mynd: EPA

Bayern Munchen tók á móti Inter Milan á San Siro vellinum í gær í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili.


Bayern er í hörku riðli en í C-riðlinum mætir liðið Inter, Barcelona og Plzen.

Þeir þýsku lentu hins vegar ekki í vandræðum með Inter í gær og vann liðið flottan 2-0 útisigur með Leroy Sane fremstan í flokki.

Hann skoraði fyrsta markið og átti svo frábæran sprett í öðru markinu sem endaði með því að Danilo D'Ambrosio setti knöttinn í sitt eigið net.

Það sem er áhugavert við þennan sigur Bayern er það að þetta er nú í nítjánda skiptið í röð sem liðið vinnur sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu. Hvorki meira né minna. 


Athugasemdir
banner