Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 08. október 2019 09:48
Magnús Már Einarsson
Davíð Snorri sagður efstur á óskalista Fylkis
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U17 ára landsliðs karla, er efstur á óskalista Fylkis samkvæmt frétt mbl.is í dag. Davíð var orðaður við stöðuna í slúðurpakkanum á Fótbolta.net í gær.

Fylkismenn eru í þjálfaraleit en Helgi Sigurðsson hætti með liðið eftir tímabilið eftir þriggja ára starf í Árbænum.

Davíð Snorri er samningsbundinn KSÍ og því þyrfti Fylkir að ná samkomulagi um að fá hann í sínar raðir.

Davíð stýrði meistarflokki Leiknis R. á árunum 2013-2015 ásamt Frey Alexanderssyni en undir þeirra stjórn fór liðið í fyrsta skipti upp í Pepsi-deildina.

Eftir það fór Davíð í þjálfarateymi Stjörnunnar en í byrjun árs 2018 var hann ráðinn þjálfari U17 ára landsliðsins.

Undir stjórn Davíðs fór U17 ára landsliðið í lokakeppni EM síðastliðið vor.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner