Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
banner
   fim 08. október 2020 17:10
Elvar Geir Magnússon
Özil til Bandaríkjanna í janúar?
Mesut Özil virðist hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Arsenal en hann er ekki í áætlunum Mikel Arteta og var ekki valinn í Evrópudeildarhópinn sem opinberaður var í gær.

Özil verður 32 ára í næstu viku og er launahæsti leikmaður Arsenal, með 350 þúsund pund í vikulaun.

Özil hefur ekki viljað fara en Arsenal reynir að ná samkomulagi um að borga hann út úr samningnum.

Arsenal vonast til þess að Özil fari í janúar og þar er talið líklegast að hann fari í bandarísku MLS-deildina.
Athugasemdir
banner
banner