Óskar Hrafn Þorvaldsson var að vonum ánægður með 2-1 sigur Breiðabliks gegn KA í Bestu deildinni í dag. Liðið færðist skrefi nær titlinum með sigrinum í dag.
Lestu um leikinn: KA 1 - 2 Breiðablik
„Mér fannst við eiga vera búnir að gera út um leikinn fyrr en við vissum að KA menn eru frábært lið og þegar forystan er ekki meira en þetta gátu þeir alltaf komið til baka," sagði Óskar Hrafn.
Jafnaði metin seint í leiknum en Breiðablik svaraði um hæl.
„Þeir fá þessa vítaspyrnu, ég veit ekkert hvort þetta var vítaspyrna en Blikagleraugun segja að þetta hafi ekki verið vítaspyrna en ég veit það ekki. Svo sínum við mikinn karakter, þetta hefur verið saga sumarsins að það skiptir ekki máli hvort þú hafir verið sleginn niður heldur hvernig þú stendur upp eftir höggið. Menn spruttu á fætur eftir þetta högg sem jöfnunarmarkið var."
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.