West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
banner
   mið 08. október 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Augljóst hvaða leikmanns Blikar sakna mest - Ótrúleg tölfræði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Titilvörn Breiðabliks var ekki eins og þeir höfðu séð fyrir sér, og ekki eins og búist var við þegar farið var inn í tímabilið 2025.

Væntingarnar voru miklar, það átti að stefna á titilinn annað árið í röð. Það er svolítið síðan að ljóst varð að Blikar myndu ekki verja titilinn en tveggja og hálfs mánaðar kafli án sigurs í deildinni hafði auðvitað sitt að segja.

Það kannski segir meira um byrjunina, sem var virkilega góð, allavega samanborið við það sem við tók. Umtalið var þó ekki eins og Blikar hefðu verið neitt frábærir.

En þegar rýnt er í gögnin, tölur svart á hvítu, er greinilegt hvar urðu kaflaskil á tímabili Breiðabliks. Þau urðu þegar Andri Rafn Yeoman datt út vegna meiðsla sem hann hefur enn ekki náð sér af. Hann byrjaði leikinn gegn Aftureldingu 4. júlí en þurfti að fara af velli snemma leiks, þann leik var Breiðablik að leiða þegar Andri fór af velli en niðurstaðan varð jafntefli.

Úr tólf deildarleikjum sem Andri spilaði fékk Breiðablik 27 stig. Sigrarnir voru átta, jafnteflin þrjú og einungis eitt tap. Það er þó nánast að tapið skráist ekki því Andri fór af velli í hálfleik gegn Fram snemma móts í stöðunni 2-0 fyrir Breiðablik, en Framarar komu til baka í seinni hálfleiknum og unnu leikinn.

Fyrir leikinn á sunnudag var gengi Breiðabliks Andra þannig að liðið hafði fengið níu stig úr tólf leikjum. Einn sigur, sex jafntefli og fimm töp. Annar sigurinn kom gegn Fram á sunnudag.

Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, fyrir viku síðan og hafði hann þá eftirfarandi að segja um Andra.

„Það er skrítið að fara inn í hvaða leik sem er án Andra Yeoman. Hann er algjörlega stórkostlegur leikmaður og risastór leikmaður í sögu Breiðabliks. Við höfum saknað hans í sumar, við vissum að það yrði söknuður af honum en maður finnur ennþá meira fyrir því þegar hans nýtur ekki við," sagði Dóri.
Athugasemdir
banner