Sænska félagið Mjallby er hársbreidd frá því að tryggja sér sigur í sænsku deildinni en liðið er með 11 stiga forskot á Hammarby á toppnum þegar 12 stig eru eftir í pottinum.
Mjällby er nálægt því að vinna sinn fyrsta stóra titil í 86 ára sögu félagsins. Það eru bara sjö ár síðan liðið var í C-deild en félagið kemur frá Hällevik sem er um 1000 manna bær.
Jakob Bergström, framherji liðsins, var spurður að því hvort titillinn væri kominn í hús eftir 2-0 sigur gegn Elfsborg um helgina.
„Nei, ég ætla ekki að taka Steven Gerrard á þetta," sagði Bergström léttur í bragði en þar vitnaði hann í atvik í leik Liverpool og Chelsea árið 2014 þegar Gerrard, þáverandi fyrirliði Liverpool, rann og Demba Ba komst einn í gegn og skoraði.
Liverpool tapaði leiknum og gerði síðan jafntefli gegn Crystal Palace eftir að hafa komist í 3-0 og Man City stóð uppi sem sigurvegari í deildinni.
Athugasemdir