Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Barcelona með í baráttunni um Guehi
Mynd: EPA
Marc Guehi, varnarmaður Crystal Palace, er gríðarlega eftirsóttur en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið.

Hann var nálægt því að ganga til liðs við Liverpool í sumar. Hann var kominn í læknisskoðun þegar Crystal Palace hætti við að selja hann.

Chelsea, Real Madrid og Bayern hafa einnig sýnt honum áhuga en Florian Plettenberg hjá Sky Sports í Þýskalandi segir að þýska félagið sé búið að setja sig í samband við umboðsmann enska varnarmannsins.

Plettenberg segir einnig frá því að Barcelona hafi mikinn áhuga á honum en erlend félög geta rætt formlega við hann strax í janúar.
Athugasemdir
banner
banner