Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
banner
   mán 06. október 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Emery: Donyell hefur tekið áskoruninni vel
Mynd: Aston Villa
Unai Emery þjálfari Aston Villa svaraði spurningum eftir 2-1 sigur á heimavelli gegn nýliðum Burnley í gær, þar sem Donyell Malen skoraði bæði mörk heimamanna.

Þetta var fjórði sigur Aston Villa í röð í öllum keppnum eftir hörmulega byrjun á tímabilinu. Villa er með 9 stig eftir 7 fyrstu umferðirnar í úrvalsdeildinni.

„Ég er mjög ánægður með þessi stig, þau eru mikilvæg fyrir okkur í deildinni. Strákarnir voru duglegir og verðskulduðu sigurinn," sagði Emery og sneri sér svo að markaskoraranum Malen, sem getur spilað í öllum stöðum í sóknarlínunni og byrjaði úti á vinstri kanti í gær.

„Það er barátta um byrjunarliðssæti og Donyell hefur tekið áskoruninni vel. Hann er búinn að kynnast leikstíl liðsins betur og þekkir meira inn á Ollie Watkins, þeir eru byrjaðir að spila betur saman. Hann var mjög góður í leiknum og við munum halda áfram að reyna að finna bestu stöðuna fyrir hann á vellinum."

Þjálfarinn talaði einnig um að markmiðið væri að gera Villa Park að alvöru vígi og ræddi svo um meiðslavandræði liðsins þar sem miðjumennirnir Ross Barkley og Amadou Onana ættu að vera orðnir liðtækir á ný eftir landsleikjahléð.

Emiliano Buendía fór af velli seint í uppbótartíma eftir að hafa fengið heilahristing.

„Ég er búinn að sjá Emi Buendía og hann er að jafna sig. Við vonum að þetta reynist ekki alvarlegra."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner