Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
banner
   mán 06. október 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ósáttur með dýfur frá Vinícius: Til hvers er VAR?
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Real Madrid vann 3-1 gegn Villarreal í toppbaráttu spænska boltans um helgina og var Santi Comesana, leikmaður Villarreal, gríðarlega ósáttur að leikslokum.

Hann kvartaði sárann undan dýfum frá Vinícius í leiknum sem hann segir kantmanninn hafa notað til að fiska vítaspyrnu og rautt spjald.

„Ég veit ekki hvað ég á að segja. Vinícius dýfði sér og fékk vítaspyrnu. Seinna í leiknum vann liðsfélagi minn einvígi við hann og Vinícius dýfði sér aftur. Liðsfélagi minn fékk seinna gula spjaldið fyrir þetta atvik og við urðum manni færri," sagði Comesana.

„Til hvers var fundið upp á VAR? Þessar ákvarðanir eyðilögðu leikinn fyrir okkur. Það er erfitt að vinna fótboltaleik á Bernabéu, hvað þá þegar svona atvik eiga sér stað."

Dómgæslan í spænska boltanum hefur verið harðlega gagnrýnd á síðustu árum enda hefur verið dæmt óeðlilega mikið af rauðum spjöldum og vítaspyrnum undanfarnar leiktíðir.

Dómarinn í viðureign Real Madrid gegn Villarreal átti hörmulegan leik og missti af mörgum öðrum atvikum sem Comesana nefnir ekki. Mörg þessa atvika hölluðu á Real Madrid, sem átti að fá eina eða tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum.

Það var brotið á Vinícius augljóslega innan vítateigs þegar vítaspyrnan var dæmd, en seinna gula spjaldið sem Santiago Mourino liðsfélagi Comesana fékk var stórfurðulegt.

Það breytir því þó ekki að Mourino var búinn að brjóta oft af sér í leiknum og hefði líklegast átt að vera fokinn af velli áður en Vinícius dýfði sér.

Alternative angles for Santiago Mouriño (Villarreal) 2nd yellow card against Real Madrid
byu/landofphi insoccer

Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner
banner