Sergiy Rebrov landsliðsþjálfari kynnti um helgina úkraínska landsliðshópinn sem mætir Íslandi í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni HM á Laugardalsvelli á föstudaginn.
Hópurinn kemur saman í Póllandi í dag og flýgur til Íslands á miðvikudaginn. Rebrov verður á fréttamannafundi á Laugardalsvelli á fimmtudag og svo er leikurinn á föstudaginn.
Úkraína verður án Oleksandr Zinchenko, sem er hjá Nottingham Forest á láni frá Arsenal. Zinchenko er að glíma við vöðvameiðsli og var ekki með Forest gegn Newcastle um helgina.
Hópurinn kemur saman í Póllandi í dag og flýgur til Íslands á miðvikudaginn. Rebrov verður á fréttamannafundi á Laugardalsvelli á fimmtudag og svo er leikurinn á föstudaginn.
Úkraína verður án Oleksandr Zinchenko, sem er hjá Nottingham Forest á láni frá Arsenal. Zinchenko er að glíma við vöðvameiðsli og var ekki með Forest gegn Newcastle um helgina.
Markverðir: Heorhiy Bushchan (Polissya Zhytomyr), Anatoliy Trubin (Benfica, Portúgal), Dmytro Rizhnyk (Shakhtar Donetsk);
Varnarmenn: Illia Zabarnyi (Paris Saint Germain, Frakkland), Olekhandr Svatok (Austin FC, Bandaríkin), Valeriy Bondar, Mykola Matvienko, Yukhym Konoplya (allir í Shakhtar Donetsk), Oleksander Tymchyk (Dynamo Kiev), Vitaly Mikolenko (Everton, England), Bogdan Mykhaylichenko (Polissya Zhytomyr);
Miðjumenn: Yehor Yarmolyuk (Brentford, England), Ivan Kalyuzhnyi (Metalist 1925 Kharkiv), Mykola Shaparenko, Vladimir Brazhko, Nazar Voloshyn (allir í Dynamo Kiev), Heorhiy Sudakov (Benfica, Portúgal), Artem Bondarenko (Shakhtar Donetsk), Alexey Gutsulyak, Oleksandr Nazarenko (báðir í Polissya Zhytomyr), Viktor Tsygankov (Girona, Spánn), Oleksandr Zubkov (Trabzonspor, Tyrkland), Ruslan Malinovskyi (Genoa, Ítalía);
Sóknarmenn: Artem Dovbyk (Rome, Ítalía), Vladyslav Vanat (Girona, Spánn).
Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Frakkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 9 - 3 | +6 | 10 |
| 2. Úkraína | 4 | 2 | 1 | 1 | 8 - 7 | +1 | 7 |
| 3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 11 - 9 | +2 | 4 |
| 4. Aserbaísjan | 4 | 0 | 1 | 3 | 2 - 11 | -9 | 1 |
Athugasemdir



