Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
banner
   mið 08. október 2025 06:00
Kári Snorrason
Háskólaboltinn - Úlfur Ágúst og Ívar Orri báðir með tvennu
Ívar Orri Gissurarson var valinn sóknarmaður vikunnar eftir frábæra frammistöðu.
Ívar Orri Gissurarson var valinn sóknarmaður vikunnar eftir frábæra frammistöðu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Ágúst er sjóðheitur með Duke.
Úlfur Ágúst er sjóðheitur með Duke.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Það var nóg um að vera hjá Íslenskum leikmönnum í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í síðastliðinni viku og fjöldin allur af íslenskum mörkum vestanhafs.


Axel Máni Guðbjörnsson, leikmaður Fylkis, og Úlfur Ágúst Björnsson, leikmaður FH, voru báðir á skotskónum fyrir Duke. Þeir voru báðir í byrjunarliðinu í 10-0 stórsigri á Averett þar sem Axel Máni skoraði eitt mark.

Þeir spiluðu jafnframt báðir í 4-0 sigri á Pittsburgh þar sem Úlfur Ágúst átti stórleik og skoraði tvö mörk. Úlfur er þegar kominn með fjögur mörk og tvær stoðsendingar á tímabilinu. 

Ívar Orri Gissurarson, leikmaður HK, átti stórleik í 3-1 sigri Albany gegn New Hamshire. HK-ingurinn skoraði tvö mörk og var valinn “Offensive Player of the Week”  deildinni fyrir sína frammistöðu í leiknum. Alexander Clive Vokes, leikmaður Selfoss, var einnig í byrjunarliði Albany.

Lúkas Magni Magnason, fyrrum leikmaður KR, reyndist hetja Clemson er hann skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndum leiksins í 1-0 sigri á Elon. Lúkas var jafnframt í skotskónum í síðustu viku.

Magnús Ingi Halldórsson, leikmaður Hauka, var í byrjunarliði UMass Amherst og skoraði mark í sterkum 2-1 sigri á Denver.

Sigurður Steinar Björnsson, fyrrum leikmaður Víkings R., var á sínum stað í byrjunarliði Santa Barbara í bæði 1-0 sigri á Cal State Fullerton og 3-0 sigri á UC Riverside.

Steinar átti stoðsendinguna í fyrsta marki liðsinsgegn Riverside, hans þriðja á tímabilinu. Hann er í lykilhlutverki á sínu fyrsta ári og hefur byrjað alla ellefu leiki liðsins til þessa.

Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir, leikmaður KR, var á sínum stað í byrjunarliði West Florida í tveimur sigurleikjum liðsins gegn Lee, 1-0, og Trevecca Nazarene, 4-1.

Hún hélt uppteknum hætti og skoraði eina mark liðsins og gegn Lee og bætti svo við öðru markigegn Trevecca. Hún er nú þegar komin með sex mörk á tímabilinu í níu leikjum. 

Júlía Ruth Thasaphong, leikmaður Víkings R., var að venju í byrjunarliði Oral Roberts í tveimur sigrum á Omaha, 2-0 og Denver, 1-0. Júlía lagði upp eitt marka liðsins í fyrri leiknum og er komin með fjögur mörk og jafn margar stoðsendingar á tímabilinu.


Athugasemdir
banner