Cristiano Ronaldo er fyrsti opinberi milljarðamæringur fótboltans eftir að fjármálasérfræðingar Bloomberg tóku saman tekjur, fjárfestingar og samninga hans.
Stjarnfræðilegar fjárhæðir Ronaldo í Sádi-Arabíu koma honum á toppinn á lista yfir tekjuhæstu íþróttamenn jarðarinnar. Auður hans er mun meiri en Lionel Messi eftir að Argentínumaðurinn ákvað að fara til Bandaríkjanna.
Ronaldo, sem er 40 ára, fær um 50 þúsund íslenskar krónur á hverri mínútu í Sádi-Arabíu þar sem hann spilar með Al-Nassr. Auk þess á hann sjálfur hlut í félaginu.
Stjarnfræðilegar fjárhæðir Ronaldo í Sádi-Arabíu koma honum á toppinn á lista yfir tekjuhæstu íþróttamenn jarðarinnar. Auður hans er mun meiri en Lionel Messi eftir að Argentínumaðurinn ákvað að fara til Bandaríkjanna.
Ronaldo, sem er 40 ára, fær um 50 þúsund íslenskar krónur á hverri mínútu í Sádi-Arabíu þar sem hann spilar með Al-Nassr. Auk þess á hann sjálfur hlut í félaginu.
Lúxuslíf
Hann er með ævilangan samning við Nike sem er metinn á 122,6 milljarða króna. Auk þess er hann samningsbundinn Tag Heur, Armani, PokerStars, Samsung, Unilever, Louis Vuitton og svo mætti lengi telja.
Hann er nú að byggja einbýlishús heima í Portúgal fyrir 28 milljónir punda. Þar verður risastór glersundlaug með göngustíg undir vatni og hjónaherbergi sem er þúsund fermetrar að stærð.
Í fyrra seldi hann einkaþotu sína, Gulfstream G200, og keypti í staðinn nýja Bombadier Global Express 6500 þotu. Hún rúmar allt að fimmtán farþega og er með setusvæði með borðum og sófum, svítu með hjónarúmi og aðskildu sturtusvæði.
Dýrasti bíll Ronaldo er takmarkað upplag af Bugatti Centodieci að verðmæti 8,5 milljónir punda - og hann er talinn vera einn af aðeins tíu manns í heiminum sem eiga svona bíl.
Innan vallarins er Ronaldo enn í fantaformi og er með fjögur mörk eftir fjórar umferðir í Sádi-Arabíu.
Cristiano Ronaldo has become football’s first billionaire player with a huge Saudi deal in the twilight of his career@SofiaHCBBG explains how he became one of the world’s wealthiest athletes https://t.co/reXV4CWHaD pic.twitter.com/0XId7qtJm6
— Bloomberg (@business) October 8, 2025
Athugasemdir