Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
   sun 05. október 2025 22:30
Gunnar Bjartur Huginsson
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tók á móti Fram á Kópavogsvelli í kvöld í fjörugum markaleik en leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna og var það langþráður sigur en Breiðablik hafði fyrir það ekki unnið leik í Bestu deildinni síðan 19. júlí. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var nokkuð sáttur með sigurinn og þá sérstaklega fyrri hálfleikinn. 

Þetta var frábær hálfleikur af okkar hálfu og mjög kraftmikil byrjun, eins og við höfum byrjað mikið af okkar leikjum og það munar auðvitað heilmiklu að skora mörk og það breytir öllu. Það gerði mikið fyrir okkur og mér fannst við frábærir í fyrri hálfleik og megnið af seinni hálfleik. Svo þurftum við aðeins að fara neðar á völlinn og við börðumst vel, þannig að þetta var bara virkilega góður leikur hjá liðinu."


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

Breiðablik hefur átt í stökustu vandræðum við að vinna leiki en þeir voru mjög öruggir í öllum sínum aðgerðum og spiluðu virkilega vel en þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Höfðu einhverjir orð á því að fyrri hálfleikurinn hafi verið einn besti hálfleikur sem Breiðablik hefur leikið í sumar. 

Nei, nei ég myndi ekki segja það. Við höfum átt marga góða hálfleiki og oft hefur það skilað ágætis niðurstöðu og úrslitum en stundum því miður og alltof oft höfum við ekki nýtt yfirburðina, til þess að komast yfir og skora mörk en við höfum átt marga góða hálfleiki og þetta var ekkert ósvipuð byrjun og hefur verið í mörgum af okkar leikjum."

Með sigri Breiðabliks á Fram í kvöld eiga Breiðablik enn möguleika á evrópusæti en þeir eru tveimur stigum á eftir Stjörnunni, sem er í þriðja sæti Bestu deildar karla. 

Ég er alltaf bjartsýnn og við mætum í alla leiki til þess að vinna. Ég held að andlega gefi það mikið að klára leikinn í dag og að sjálfsögðu erum við bjartsýnir. Tveir spennandi leikir fram undan gegn virkilega sterkum andstæðingum."

VIðtalið má nálgast í heild sinni í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner