Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Ófært til Færeyja svo Gunnar og Jóan komast ekki til móts við landsliðið strax
Gunnar Vatnhamar í leiknum gegn FH í gær.
Gunnar Vatnhamar í leiknum gegn FH í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóan Símun Edmundsson.
Jóan Símun Edmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyingar eiga tvo leiki í undankeppni HM í þessum landsleikjaglugga en báðir verða spilaðir á heimavelli í Þórshöfn. Leikið verður gegn Svartfjallalandi á fimmtudag og Tékklandi á sunnudag.

Tveir leikmenn sem spila í íslensku Bestu deildinni eru í færeyska hópnum en voru ekki með á fyrstu æfingu í dag. Báðir voru í eldlínunni með félagsliðum sínum í gær. Það er mikil þoka í Færeyjum og búið að aflýsa flestum flugferðum dagsins svo útlit er fyrir að þeir komist ekki til móts við liðið fyrr en á morgun.

Um er að ræða Gunnar Vatnhamar sem varð Íslandsmeistari í annað sinn með Víkingum í gær og Jóan Simun Edmundsson hjá KA.

Færeyjar eru með sex stig eftir fimm umferðir í L-riðli undankeppninnar. Króatía og Tékkland hafa mikla yfirburði í riðlinum og eru með tólf stig hvort.

Færeyski hópurinn
Bárður á Reynatrøð, Víkingur
Mattias Heðinsson Lamhauge, FC Fredericia (Danmörk)
Bjarti Vitalis Mørk, HB Tórshavn
Andrias Edmundsson, Wisla Plock (Pólland)
Gunnar Vatnhamar, Víkingur Reykjavík (Ísland)
Arnbjørn Svensson, Víkingur
Odmar Færø, KÍ Klaksvík
Viljormur Davidsen, HB Tórshavn
Martin Agnarsson, Aarhus Fremad (Danmörk)
Jóannes Kalsø Danielsen, KÍ Klaksvík
Jann Benjaminsen, NSÍ Runavík
Brandur Hendriksson Olsen, NSÍ Runavík
Hanus Sørensen, NK Triglav Kranj (Slóvenia)
Jákup Biskopstø Andreassen, KÍ Klaksvík
Hallur Hansson, KÍ Klaksvík
Geza Dávid Turi, Grimsby Town (England)
Adrian Justinussen, Hillerød Fodbold (Danmörk)
Árni Frederiksberg, KÍ Klaksvík
Petur Knudsen, NSÍ Runavík
Jóannes Bjartalíð, Fredrikstad FK (Noregur)
Páll Klettskarð, KÍ Klaksvík
Meinhard Egilsson Olsen, Kolding IF (Danmörk)
Jóan Símun Edmundsson, KA Akureyri (Ísland)
Athugasemdir