Markvarðarstaðan hefur verið til mikilla vandræða hjá Man Utd en Senne Lammens, sem gekk til liðs við félagið frá Antwerp í sumar, fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í frumrauninni gegn Sunderland um helgina.
Man Utd vann leikinn 2-0. Altay Bayindir og Andre Onana hafa staðið í markinu á tímabilinu en liðið hélt hreinu í fyrsta sinn um helgina.
Man Utd vann leikinn 2-0. Altay Bayindir og Andre Onana hafa staðið í markinu á tímabilinu en liðið hélt hreinu í fyrsta sinn um helgina.
Peter Schmeichel er goðsögn hjá Man Utd en hann var markvörður liðsins hjá félaginu frá 1991–1999. Stuðningsmenn United sungu 'Ertu Schmeichel í dulargervi? til Lammens um helgina.
„Maður hugsar til markvarðana sem við höfum verið með undanfarin ár og hversu mörg mörk við höfum fengið á okkur eftir mistök, það eru níu mistök nú þegar á tímabilinu sem eru alltof mörg," sagði Schmeichel.
„Skilaboðin til mín þegar ég var að spila og Edwin van der Sar og David de Gea voru að við þurftum að vinna tíu stig á tímabili, ekki gefa þau frá okkur. Það er eitthvað sem við höfum þurft að venjast undanfarin ár, markverðir að gefa mörk og tapa stigum. Fyrst og fremst var gaman að sjá þá halda hreinu og svo var góð og traust frammistaða hjá markverðinum."
Athugasemdir