Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   mán 06. október 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Postecoglou: Erum á leið í rétta átt
Forest gerði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Real Betis.
Forest gerði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Real Betis.
Mynd: EPA
Postecoglou var rekinn frá Tottenham í byrjun júní og var án starfs í rúmlega þrjá mánuði áður en hann tók við hjá Forest.
Postecoglou var rekinn frá Tottenham í byrjun júní og var án starfs í rúmlega þrjá mánuði áður en hann tók við hjá Forest.
Mynd: EPA
Ange Postecoglou hefur ekki farið vel af stað við stjórnvölinn hjá Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni og á í hættu á að vera rekinn á næstu dögum, eftir tæpan mánuð í starfi.

Forest tapaði 2-0 gegn Newcastle United í gær og svaraði Postecoglou spurningum að leikslokum.

„Það er alltaf erfitt að heimsækja Newcastle en mér fannst við spila vel. Við lokuðum á þeirra helstu ógnir stærsta hluta leiksins og vorum hættulegir í okkar sóknaraðgerðum. Við fengum frábær tækifæri sem við nýttum ekki og misstum leikinn frá okkur," sagði Postecoglou.

„Ég vissi að ég væri að labba inn í erfitt starf og ég skil ekki af hverju fólk heldur að þetta sé íþyngjandi fyrir mig. Ég elska að takast á við erfiðar áskoranir. Hinn valkosturinn er að sitja heima á sófanum og horfa á ykkur í sjónvarpinu (Sky Sports)... líklegast án hljóðs. En ég vil frekar vera hérna á hliðarlínunni."

Forest er búið að tapa fimm sinnum og gera tvisvar jafntefli í þeim sjö leikjum sem Postecoglou hefur stýrt frá ráðningu sinni.

„Við höfum núna tvær vikur til að stilla hausinn rétt. Við verðum að mæta ákveðnir til leiks eftir landsleikjahléð, við þurfum á jákvæðum úrslitum að halda."

Verði Postecoglou rekinn á næstu tveimur vikum bætir hann úrvalsdeildarmet fyrir að vera rekinn fljótt, en Les Reed á núverandi met. Hann var rekinn eftir 41 dag við stjórnvölinn hjá Charlton Athletic tímabilið 2006-07.

„Ef fólk vill dæma mig eftir þrjár og hálfa viku í starfi þá er ekkert sem ég get sagt til að breyta þeirra skoðun. Mér líður eins og við séum á leið í rétta átt og ég er viss um að úrslitin munu fylgja. Þetta er mikið hark og erfiði á þessum tímapunkti og það er eðlilegt. Við þurfum að leggja mikla vinnu á okkur til að snúa þessu við."

Matz Sels markvörður Forest tjáði sig einnig að leikslokum og hrósaði Postecoglou fyrir það starf sem hann hefur unnið á sínum fyrsta mánuði hjá félaginu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner