Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   mán 06. október 2025 22:26
Snæbjört Pálsdóttir
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunar
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan gerði góða ferð á Hlíðarenda í kvöld og fór með 1-3 sigur  af hólmi gegn Val. Aðpurður um fyrstu viðbrögð svaraði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunar

„Bara gleði, ég er virkilega ánægður með spilamennskuna og framlagið hjá leikmönnum. Við vorum að vinna hratt, hlaupa vel, héldum vel í boltann, létum hann ganga og gerðum þetta bara skipulega og agað.“


Lestu um leikinn: Valur 1 -  3 Stjarnan

„Við endum þetta 18 leikja mót vel, við vinnum FHL, Fram, Þór/KA og komum kannski bara með svolítið rétt hugarfar og jákvæða reynslu þegar úrslitakeppnin byrjar."

„það þarf að motivera sig, það er október og kannski ekki eins mikið undir þegar þú getur ekki unnið titilinn en okkur hefur bara tekist vel að gíra okkur virkilega vel í það að spila góðan fótbolta."

„Við viljum halda í boltann, láta hann ganga, taka svolitla sénsa og vera hugrakkar í sendinga vali og það er held ég að skila sér. Maður sá það bara í dag, það var mikil gleði í því sem við vorum að gera og mikill kraftur og það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta.“

Næsti leikur Stjörnunnar verður gegn Þrótti sem situr í 3. sætinu

„Þróttur er frábært lið og við erum búnar að vinna einu sinni og tapa einu sinni, þannig það er kannski oddaleikur sem að verður bara hörkugaman að fara í.“

Það hafa verið miklar hreyfingar á þjálfurum og allavega þrír sem hafa sagt starfi sínu lausu, hvernig er málum háttað hjá Jóhannesi?

„Ég er með samning út næsta tímabil, þannig það er ósköp lítið að frétta þar og það er bara eitthvað sem að já er í vinnslu.“

Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner