Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
Guðni Eiríksson: Við hefðum svo hæglega getað unnið þennan leik stærra
Óli Kristjáns: Skilgreinum ekki Þróttaraliðið og þetta tímabil á þessum eina leik
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja af hverju hann er ekki í U21
Túfa: Frekar lítill maður en það er risa hjarta í þessum dreng
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Donni: Hefur fengið þónokkur símtöl
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
„Ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað, alveg galinn“
   mán 06. október 2025 22:26
Snæbjört Pálsdóttir
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunar
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan gerði góða ferð á Hlíðarenda í kvöld og fór með 1-3 sigur  af hólmi gegn Val. Aðpurður um fyrstu viðbrögð svaraði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunar

„Bara gleði, ég er virkilega ánægður með spilamennskuna og framlagið hjá leikmönnum. Við vorum að vinna hratt, hlaupa vel, héldum vel í boltann, létum hann ganga og gerðum þetta bara skipulega og agað.“


Lestu um leikinn: Valur 1 -  3 Stjarnan

„Við endum þetta 18 leikja mót vel, við vinnum FHL, Fram, Þór/KA og komum kannski bara með svolítið rétt hugarfar og jákvæða reynslu þegar úrslitakeppnin byrjar."

„það þarf að motivera sig, það er október og kannski ekki eins mikið undir þegar þú getur ekki unnið titilinn en okkur hefur bara tekist vel að gíra okkur virkilega vel í það að spila góðan fótbolta."

„Við viljum halda í boltann, láta hann ganga, taka svolitla sénsa og vera hugrakkar í sendinga vali og það er held ég að skila sér. Maður sá það bara í dag, það var mikil gleði í því sem við vorum að gera og mikill kraftur og það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta.“

Næsti leikur Stjörnunnar verður gegn Þrótti sem situr í 3. sætinu

„Þróttur er frábært lið og við erum búnar að vinna einu sinni og tapa einu sinni, þannig það er kannski oddaleikur sem að verður bara hörkugaman að fara í.“

Það hafa verið miklar hreyfingar á þjálfurum og allavega þrír sem hafa sagt starfi sínu lausu, hvernig er málum háttað hjá Jóhannesi?

„Ég er með samning út næsta tímabil, þannig það er ósköp lítið að frétta þar og það er bara eitthvað sem að já er í vinnslu.“

Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner