Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
   þri 07. október 2025 15:50
Kári Snorrason
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Eimskip
Daníel Tristan á æfingu í dag.
Daníel Tristan á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Daníel Tristan Guðjohnsen fékk sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum í síðustu viku er Malmö tapaði 3-0 gegn Viktoria Plzen. Daníel er í landsliðshóp Íslands sem mætir Úkraínu og Frakklandi. Fótbolti.net ræddi við Daníel á landsliðshótelinu fyrr í dag.  


„Ég fór aðeins með olnbogann í andlitið á varnarmanninum. Það var ekki nægilega gott hjá mér, bara mistök. Ég læri af þessu og áfram gakk.“ 

Áttu það til að snögghitna svona?

„Nei það á ég ekki til, ég held að þetta geti komið fyrir alla. Svo er þetta hvernig maður höndlar þetta. Þarna gerði ég ekki nægilega vel.“ 

Malmö er í sjöunda sæti í sænsku deildinni og liðið hefur fengið sinn skerf af gagnrýni.

„Við erum náttúrulega stærsti klúbburinn í Svíþjóð, við eigum alltaf að vinna. Svo geta komið tímabil þar sem gengur ekki nægilega vel og þá verða menn ekki sáttir með það. Sem maður skilur alveg. Við erum ennþá að reyna okkar besta og reynum að koma okkur upp úr þessu.“  

Henrik Rydström var rekinn sem þjálfari Malmö í lok september og Anes Mravac tók við sem þjálfari liðsins.

„Þetta er hluti sem gerast í fótboltanum, maður veit ekki hvað getur gerst. Maður getur horft á það sem jákvæðan hlut, maður getur horft á þetta sem jákvæðan hlut, byrja nýjan kafla með nýjum þjálfara og reyna bæta okkur.“ 


Athugasemdir
banner
banner