Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   þri 07. október 2025 15:50
Kári Snorrason
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Eimskip
Daníel Tristan á æfingu í dag.
Daníel Tristan á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Daníel Tristan Guðjohnsen fékk sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum í síðustu viku er Malmö tapaði 3-0 gegn Viktoria Plzen. Daníel er í landsliðshóp Íslands sem mætir Úkraínu og Frakklandi. Fótbolti.net ræddi við Daníel á landsliðshótelinu fyrr í dag.  


„Ég fór aðeins með olnbogann í andlitið á varnarmanninum. Það var ekki nægilega gott hjá mér, bara mistök. Ég læri af þessu og áfram gakk.“ 

Áttu það til að snögghitna svona?

„Nei það á ég ekki til, ég held að þetta geti komið fyrir alla. Svo er þetta hvernig maður höndlar þetta. Þarna gerði ég ekki nægilega vel.“ 

Malmö er í sjöunda sæti í sænsku deildinni og liðið hefur fengið sinn skerf af gagnrýni.

„Við erum náttúrulega stærsti klúbburinn í Svíþjóð, við eigum alltaf að vinna. Svo geta komið tímabil þar sem gengur ekki nægilega vel og þá verða menn ekki sáttir með það. Sem maður skilur alveg. Við erum ennþá að reyna okkar besta og reynum að koma okkur upp úr þessu.“  

Henrik Rydström var rekinn sem þjálfari Malmö í lok september og Anes Mravac tók við sem þjálfari liðsins.

„Þetta er hluti sem gerast í fótboltanum, maður veit ekki hvað getur gerst. Maður getur horft á það sem jákvæðan hlut, maður getur horft á þetta sem jákvæðan hlut, byrja nýjan kafla með nýjum þjálfara og reyna bæta okkur.“ 


Athugasemdir
banner