„Þetta er æðislegt, það er svo gott að vera búinn að klára þetta. Það er alltaf gaman að vinna, með alla þessa stuðningsmenn hérna, þá er svo gaman að gera þetta fyrir framan þá og þegar þeir koma inn á völlinn. Þetta er besta tilfinningin," sagði Oliver Ekroth fyrirliði Víkinga eftir 2-0 sigur á FH sem tryggði Víkingum Íslandsmeistara titilinn.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 0 FH
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Ekroth verður Íslandsmeistari með Víkingum, en þetta er í fyrsta skiptið sem fyrirliði. Hann segir að tilfinningin er þó bara sú sama.
„Það er bara alltaf gott að vinna, þú ert það sem þú gerir, að vinna með liðinu og öllum er bara lang best," sagði Ekroth.
Víkingar áttu kafla í tímabilinu þar sem hlutirnir voru ekki alveg að ganga, en þeim tókst að komast í sitt besta form á réttum tíma.
„Við vitum að við áttum erfiðan tíma í kringum Evrópu leikina, en við komum saman sem lið. Við sátumst saman, töluðum saman um hvað við þyrftum að gera, að við þyrftum að fara inn í alla leiki eins og það sé úrslitaleikur. Við mættum bara í hverri viku og vorum betra liðið. Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli," sagði Ekroth.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.