Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 13:18
Elvar Geir Magnússon
Jakob Héðinn í KA (Staðfest)
Jakob Héðinn Róbertsson.
Jakob Héðinn Róbertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: KA
Jakob Héðinn Róbertsson er genginn í raðir KA frá Völsungi en hann hefur skrifað undir samning út tímabilið 2028.

„Jakob hefur vakið verðskuldaða athygli með liði Völsungs og verður virkilega spennandi að fylgjast með framgöngu hans í gula og bláa búningnum," segir á heimasíðu KA.

Jakob sem er tvítugur var valinn besti leikmaður Völsungs á nýliðnu sumri en Jakob fór fyrir skemmtilegu liði þeirra grænklæddu sem áttu frábært sumar í Lengjudeildinni þar sem liðið endaði þvert á spár sérfræðinga í 7. sæti deildarinnar. Jakob var meðal markahæstu manna deildarinnar en hann gerði alls 10 mörk auk þriggja marka í Mjólkurbikarnum.

Jakob sem kemur úr Bárðardal hefur leikið allan sinn feril með Völsungi en hann var enn 15 ára gamall er hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik og þá gerði hann sitt fyrsta mark þremur dögum eftir 16 ára afmæli sitt er hann tryggði 2-1 sigur Völsungs á Leikni F. í Mjólkurbikarnum en markið gerði Jakob í framlengingu.

Hann hefur í kjölfarið unnið sig í stærra og stærra hlutverk í liði Völsungs sem komst uppúr 2. deildinni sumarið 2024 og endaði eins og áður segir í 7. sæti Lengjudeildarinnar í ár.

Með komu sinni í KA fetar Jakob í fótspor föður síns en faðir hans, Róbert Ragnar Skarphéðinsson, lék með KA á árunum 1997-2002. Sumarið 2001 tryggði KA sér aftur sæti í deild þeirra bestu og endaði svo í 4. sæti efstudeildar sumarið 2002 sem tryggði KA sæti í Evrópu í annað skiptið í sögu félagsins.

„Eðlilega skapaðist mikill áhugi á Jakobi eftir framgöngu hans í sumar og er það afar jákvætt að hann hafi valið að ganga í raðir KA. Jakob er ákaflega spennandi leikmaður sem við trúum að muni eflast enn frekar í okkar metnaðarfulla umhverfi og klárt að hann hefur allt að bera til að verða enn ein stjarnan í KA sem kemur frá Völsung. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn í KA," segir í frétt á heimasíðu KA.


Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 25 9 6 10 30 - 31 -1 33
2.    KA 25 9 6 10 36 - 45 -9 33
3.    ÍA 25 10 1 14 35 - 45 -10 31
4.    Vestri 25 8 4 13 24 - 38 -14 28
5.    Afturelding 25 6 8 11 35 - 44 -9 26
6.    KR 25 6 7 12 48 - 60 -12 25
Athugasemdir
banner