Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
banner
   sun 05. október 2025 22:32
Haraldur Örn Haraldsson
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er bara geggjuð, akkúrat eins og hún á að vera," sagði Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkings eftir 2-0 sigur gegn FH, sem tryggði Víkingum Íslandsmeistara titilinn.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

Sölvi er á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari og nær í titilinn strax á fyrsta tímabili.

„Þetta er sturlað, ég er ekkert smá ánægður. Það er bara þakklæti sem er mér efst í huga, hvort sem það er fyrir leikmennina sem lögðu mikla vinnu á sig, og allir sem koma að þessu. Geggjaðir stuðningsmenn, sem settu nýtt 'level' í stuðningi í íslenskum fótbolta finnst mér. Aldrei séð annan eins stuðning, þeir hjálpuðu svo sannarlega að landa þessum titli. Stjórn Víkings, allir sem komu að þessu, stóðu þétt við bakið á mér í gegnum erfiða tíma. Þjálfarateymið mitt, ég væri ekki neitt án þeirra. Það er þvílík samstaða og liðsheild sem einkennir Víkinga, það er góð uppskrift af árangri," sagði Sölvi.

Víkingar byrjuðu leikinn í kvöld af miklum krafti og það mátti sjá að þeir væru staðráðnir í því að klára titilinn í kvöld.

„Það er góð blanda af leikmönnum hjá okkur sem hafa gert þetta áður og svo eru held ég í kringum níu leikmenn sem hafa ekki unnið lands titil áður. Þannig það er líka mikið hungur að landa þessu, og það sást á vellinum í dag. Þetta er bara saman safn af miklum sigurvegurum. Strákarnir mæta á hverja einustu æfingu, tilbúnir til að leggja hart af sér. Þegar þú ert með þennan æfingar kúltúr og tilbúinn að leggja þetta mikla vinnu á þig, þá er auðveldara að ná árangri," sagði Sölvi.

Víkingar fara þá á næsta tímabili meistara leiðina í Meistaradeildinni. 

„Það er líka gulrótin að vinna titilinn að þá ferðu þessa leið. Það er svo sem langt í það, og nú ætlum við bara að fagna vel og innilega þessum titli, og hafa gaman í kvöld. Hitt kemur allt seinna," sagði Sölvi.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner