Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 11:20
Innkastið
Gæði hópsins innsigluðu titilinn - „Hafa lent í rosalegum áföllum“
Víkingar tryggðu sér titilinn í gær.
Víkingar tryggðu sér titilinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var gaman hjá Víkingum í gær.
Það var gaman hjá Víkingum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur R. tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 2025 með sigri gegn FH í Víkinni í gær. Þar með tryggði Víkingur sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitill á síðustu fimm árum.

Fyrir tvískiptingu var Víkingur með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar og var útlit fyrir harða toppbaráttu eftir tvískiptingu. Liðið hefur þó sigrað alla þrjá leiki sína eftir skiptingu deildarinnar og hefur uppskorið í takt við það.


„Þetta er eitthvað sem maður átti ekki von á fyrir fjórum, fimm vikum: Að eitthvað lið vinni þetta fyrir landsleikjahlé,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson í Innkastinu í gær.

Því næst spurði Elvar Geir, þáttastjórnandi Innkastsins, hvað gerði Víking að Íslandsmeisturum.

„Það sem gerir þá að meisturum er að þeir héldu áfram alveg frá byrjun. Þrátt fyrir að áföll hafi dunið yfir, þeir eru með þannig hóp að þeir þola áföll. Það hafa þeir gert vel á þessu sigursæla tímabili þeirra, síðustu fimm, sex ár.“

Aron Elís Þrándarsson og Pablo Punyed, tveir lykilmenn Víkings á síðustu árum hafa varla verið með á mótinu.

„Þeir eru meðvitaðir um það að þeir þurfa alvöru hóp til að standast álagið í öllum keppnum. Þeir hafa lent í rosalegum áföllum en leyst það og koma á réttum tíma upp.“ 

Valur Gunnarsson, sérfræðingur Innkastsins, tekur undir orð Bjössa og segir að gæði liðsins hafi innsiglað titilinn.

„Þeir eru með það mikil gæði í hópnum, en voru seinir í gang. Þegar Valsarar missa dampinn, Blikarnir komust aldrei í gang, þá voru Víkingar með gæðin til að klára þetta og ekkert lið gekk á lagið þegar þeir voru að hiksta. Gæðin í liðinu unnu þetta mót eins og það á að vera.“ 

 


Innkastið - Stóru málin með Bjössa Hreiðars
Athugasemdir