Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola ætlar að bjóða Moyes, Ferguson og Wenger í kvöldmat
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Pep Guardiola var kátur eftir sigur Manchester City á útivelli gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær. City er núna með 13 stig eftir 7 fyrstu umferðirnar á nýju deildartímabili, þremur stigum á eftir toppliði Arsenal.

Man City er búið að vinna fimm og gera tvö jafntefli í síðustu sjö leikjum í öllum keppnum og er Guardiola ánægður.

„September var góður mánuður fyrir okkur, það er margt sem mér hefur líkað við eftir leikinn gegn Manchester United," sagði Guardiola en þessi sjö leikja kafli hjá City hófst á 3-0 sigri í grannaslagnum gegn United.

„Við mættum virkilega erfiðum andstæðingum í dag sem gerðu okkur mjög erfitt fyrir en mér fannst þessi fyrri hálfleikur hjá okkur sá besti sem við höfum spilað í marga mánuði. Vandamálið er að í ensku úrvalsdeildinni þarf maður að skora annað og þriðja markið til að loka leikjum en (Caoimhín) Kelleher átti góðar vörslur.

„Þeir reyndu að jafna en við vörðumst vel og ég er ánægður. Við erum stöðugt að bæta okkur og við erum komnir á góðan stað."


Miðjumaðurinn öflugi Rodri fór meiddur af velli en hann hefur verið að glíma við mikið af meiðslum á síðasta ári. Pep talar um að hann hafi orðið fyrir vöðvameiðslum í dag og verði frá keppni í um tvær til þrjár vikur.

„Við gerum okkar besta til að meðhöndla Rodri varlega en við þurfum greinilega að passa okkur enn meira. Núna förum við inn í landsleikjahlé og ég vona að strákarnir komi aftur við fulla heilsu úr sínum verkefnum."

Þetta var 250. úrvalsdeildarsigur á þjálfaraferli Guardiola en enginn þjálfari í sögu deildarinnar hefur verið jafn fljótur og hann að vinna svo marga leiki.

„Ég vissi þetta ekki en ég er ánægður," sagði Guardiola þegar fréttamenn spurðu hann út í 250. sigurinn.

„Ég mun bjóða þeim þjálfurum sem ég tók metið af í kvöldmat. Það væri heiður fyrir mig að sitja við sama borð og þeir."

Sir Alex Ferguson er sigursælasti þjálfari deildarinnar með 528 sigra og er Arséne Wenger í öðru sæti með 475 sigra. David Moyes fylgir með 279 sigra og svo kemur Guardiola.

Það tók Guardiola aðeins 349 leiki að ná í 250 sigra í deildinni, sem er magnað afrek.

Til samanburðar tók það Sir Alex 404 leiki að ná 250 sigrum í deild þeirra bestu, það tók Wenger 423 leiki og Moyes 625 leiki.

City situr í fimmta sæti deildarinnar og hrósaði Guardiola framherjanum Erling Haaland sérstaklega að leikslokum.

Haaland er búinn að skora 9 af 15 mörkum liðsins í deildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner