Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
banner
   mán 06. október 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
HM boltinn heitir Trionda
Mynd: EPA
FIFA hefur opinberað boltann sem leikið verður með í lokakeppni HM 2026.

Boltinn ber nafnið Trionda og er það tilvísun til þess að keppnin er leikin í þremur löndum (TRI) og er einnig tilvísun í "bylgjuna" frægu (ONDA) sem sást fyrst á stórmóti í fótbolta á HM í Mexíkó 1986 og er stundum kölluð "mexíkóska bylgjan".

Bandaríkin, Kanada og Mexíkó halda mótið næsta sumar en Bandaríkin verða með 78 af 104 leikjum, þar á meðal úrslitaleikinn.

Ísland vonast til að taka þátt í þessari veislu en liðið er að fara að mæta Úkraínu og Frakklandi á Laugardalsvelli. Fyrst er það Úkraína 10. október og síðan Frakkland 13. október. Uppselt er á báða leikina.
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 4 3 1 0 9 - 3 +6 10
2.    Úkraína 4 2 1 1 8 - 7 +1 7
3.    Ísland 4 1 1 2 11 - 9 +2 4
4.    Aserbaísjan 4 0 1 3 2 - 11 -9 1
Athugasemdir
banner