PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Hrós og hársprey - „Meinti sem leikmaður inni á vellinum“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   sun 05. október 2025 22:44
Haraldur Örn Haraldsson
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er eiginlega ólýsanleg, ég er ennþá að ná mér niður eins og er, en ég er bara í skýjunum," sagði Helgi Guðjónsson leikmaður Víkings efir 2-0 sigur gegn FH í kvöld, en sigurinn tryggði Víking Íslandsmeistara titilinn.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

Það eru enn tvær umferðir eftir en Víkingar eru búnir að tryggja sér titilinn, þeir fá þá góða pásu til að fagna titlinum.

„Það var það sem við stefndum á. Þá getum við farið mjög slakir inn í landsleikja hlé og fengið kannski aðeins meira frí. Svo bara reyna að vinna síðustu tvo leikina fyrir þessa stuðningsmenn hérna. Við verðum að gera það," sagði Helgi.

Það voru rúmlega 2000 manns á vellinum í kvöld og stuðningurinn var til fyrirmyndar.

„Þetta var geðveikt, þetta eru hundrað prósent bestu stuðningsmenn á landinu. Þeir eiga svo mikið í þessu hjá okkur öll þessi ár, ég elska að spila fyrir þetta fólk," sagði Helgi.

Helgi skoraði seinna mark Víkinga sem batt enda á leikinn. Hann fagnaði markinu mikið, enda stór stund.

„Þetta var vissulega mjög skemmtilegt, aðeins skemmtilegra en önnur mörk kannski. Maður missti aðeins stjórn á sér í smá stund," sagði Helgi.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner