Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
banner
   sun 05. október 2025 22:44
Haraldur Örn Haraldsson
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er eiginlega ólýsanleg, ég er ennþá að ná mér niður eins og er, en ég er bara í skýjunum," sagði Helgi Guðjónsson leikmaður Víkings efir 2-0 sigur gegn FH í kvöld, en sigurinn tryggði Víking Íslandsmeistara titilinn.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

Það eru enn tvær umferðir eftir en Víkingar eru búnir að tryggja sér titilinn, þeir fá þá góða pásu til að fagna titlinum.

„Það var það sem við stefndum á. Þá getum við farið mjög slakir inn í landsleikja hlé og fengið kannski aðeins meira frí. Svo bara reyna að vinna síðustu tvo leikina fyrir þessa stuðningsmenn hérna. Við verðum að gera það," sagði Helgi.

Það voru rúmlega 2000 manns á vellinum í kvöld og stuðningurinn var til fyrirmyndar.

„Þetta var geðveikt, þetta eru hundrað prósent bestu stuðningsmenn á landinu. Þeir eiga svo mikið í þessu hjá okkur öll þessi ár, ég elska að spila fyrir þetta fólk," sagði Helgi.

Helgi skoraði seinna mark Víkinga sem batt enda á leikinn. Hann fagnaði markinu mikið, enda stór stund.

„Þetta var vissulega mjög skemmtilegt, aðeins skemmtilegra en önnur mörk kannski. Maður missti aðeins stjórn á sér í smá stund," sagði Helgi.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir