Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 12:15
Elvar Geir Magnússon
Allir með á æfingu Íslands
Eimskip
Albert Guðmundsson á landsliðsæfingu í dag.
Albert Guðmundsson á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Allir leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum voru með á æfingu dagsins á Laugardalsvelli. Sólin skein á liðið í upphafi æfingar en síðan kom smá úði.

Liðið tók sína fyrstu æfingu í gær og þá tóku Albert Guðmundsson og Mikael Egill Ellertsson ekki þátt en þeir eru báðir mættir.

Á föstudagskvöld er leikur gegn Úkraínu og svo verður leikið gegn Frakklandi á mánudag. Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari sagði á fréttamannafundi í síðustu viku að markmiðin væru skýr fyrir þennan glugga; sigra Úkraínu og ná að minnsta kosti stigi gegn Frakklandi.

Uppselt er á báða leikina sem eru framundan á Laugardalsvelli.

Seinna í dag birtast viðtöl hér á Fótbolta.net en Andri Fannar, Sævar Atli, Daníel Tristan og Logi verða til viðtals í dag.

Landsliðshópurinn:
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 9 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 20 leikir
Anton Ari Einarsson - Breiðablik - 2 leikir
Logi Tómasson - Samsunspor - 10 leikir, 1 mark
Mikael Egill Ellertsson - Genoa CFC - 23 leikir, 1 mark
Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa SC - 107 leikir, 5 mörk
Daníel Leó Grétarsson - Sonderjyske Fodbold - 26 leikir
Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 61 leikur, 3 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson - AC Horsens - 52 leikir, 4 mörk
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 7 leikir
Gísli Gottskálk Þórðarson - Lech Poznan
Ísak Bergmann Jóhannesson - 1. FC Köln - 37 leikir, 6 mörk
Andri Fannar Baldursson - Kasimpasa S.K. - 10 leikir
Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 32 leikir, 1 mark
Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 42 leikir, 11 mörk
Kristian Nökkvi Hlynsson - FC Twente - 6 leikir, 1 mark
Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 24 leikir, 3 mörk
Þórir Jóhann Helgason - U. S. Lecce - 20 leikir, 2 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 48 leikir, 6 mörk
Mikael Neville Anderson - Djurgardens IF Fotboll - 35 leikir, 2 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - Blackburn Rovers F.C. - 36 leikir, 10 mörk
Brynjólfur Andersen Willumsson - FC Groningen - 3 leikir, 1 mark
Sævar Atli Magnússon - SK Brann - 7 leikir
Daníel Tristan Guðjohnsen - Malmö FF - 2 leikir


Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 2 2 0 0 4 - 1 +3 6
2.    Ísland 2 1 0 1 6 - 2 +4 3
3.    Úkraína 2 0 1 1 1 - 3 -2 1
4.    Aserbaísjan 2 0 1 1 1 - 6 -5 1
Athugasemdir
banner
banner
banner