Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
banner
   sun 05. október 2025 22:41
Gunnar Bjartur Huginsson
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Viktor Karl Einarsson spilaði leik númer 250 í grænu treyjunni í kvöld.
Viktor Karl Einarsson spilaði leik númer 250 í grænu treyjunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik náði í kærkominn sigur á Kópavogsvelli í kvöld, þegar þeir tóku á móti Fram og sigruðu þá 3-1 í fjörugum markaleik. Leikurinn var mikilvægur fyrir nokkrar sakir en Breiðablik vann sinn fyrsta leik í deild frá 19, júlí og Viktor Karl Einarsson spilaði leik númer 250 fyrir Breiðablik.

Þetta var bara geggjaður leikur og eins og þú segir tímabært að við vinnum hérna á Kópavogsvelli. Við vorum búnir að bíða aðeins eftir þessu og bara geggjaður, til þess að klára þetta 'run' af jafnteflum og svona, þannig að ég er mjög ánægður með sigur," sagði Viktor Karl Einarsson, leikmaður Breiðabliks eftir sigur á Fram. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

Nú tekur við tveggja vikna landsliðshlé en Breiðablik er enn í baráttu um evrópusæti og því spurning hvaða áhrif pásan komi til með að hafa á liðið í þeirri baráttu.

Það leggst bara mjög vel í mig. Það er fínt að fá smá pásu núna og gott að fara inn í pásuna með sigur á bakinu, þannig að það leggst bara vel í mig."

Viktor Karl Einarsson var heiðraður fyrir leik en líkt og fyrr segir, var þetta leikur númer 250 í grænu treyjunni. Viktor er uppalinn í Breiðabliki og því um stóran áfanga um að ræða fyrir hann.

Ég er bara virkilega stoltur og vonandi bara margir fleiri leikir á leiðinni en ég er virkilega stoltur af þessum áfanga," sagði Viktor að lokum.

Viðtalið má nálgast í heild sinni í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner