Breiðablik náði í kærkominn sigur á Kópavogsvelli í kvöld, þegar þeir tóku á móti Fram og sigruðu þá 3-1 í fjörugum markaleik. Leikurinn var mikilvægur fyrir nokkrar sakir en Breiðablik vann sinn fyrsta leik í deild frá 19, júlí og Viktor Karl Einarsson spilaði leik númer 250 fyrir Breiðablik.
„Þetta var bara geggjaður leikur og eins og þú segir tímabært að við vinnum hérna á Kópavogsvelli. Við vorum búnir að bíða aðeins eftir þessu og bara geggjaður, til þess að klára þetta 'run' af jafnteflum og svona, þannig að ég er mjög ánægður með sigur," sagði Viktor Karl Einarsson, leikmaður Breiðabliks eftir sigur á Fram.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 0 FH
Nú tekur við tveggja vikna landsliðshlé en Breiðablik er enn í baráttu um evrópusæti og því spurning hvaða áhrif pásan komi til með að hafa á liðið í þeirri baráttu.
„Það leggst bara mjög vel í mig. Það er fínt að fá smá pásu núna og gott að fara inn í pásuna með sigur á bakinu, þannig að það leggst bara vel í mig."
Viktor Karl Einarsson var heiðraður fyrir leik en líkt og fyrr segir, var þetta leikur númer 250 í grænu treyjunni. Viktor er uppalinn í Breiðabliki og því um stóran áfanga um að ræða fyrir hann.
„Ég er bara virkilega stoltur og vonandi bara margir fleiri leikir á leiðinni en ég er virkilega stoltur af þessum áfanga," sagði Viktor að lokum.
Viðtalið má nálgast í heild sinni í spilaranum að ofan.