Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
Guðni Eiríksson: Við hefðum svo hæglega getað unnið þennan leik stærra
Óli Kristjáns: Skilgreinum ekki Þróttaraliðið og þetta tímabil á þessum eina leik
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja af hverju hann er ekki í U21
Túfa: Frekar lítill maður en það er risa hjarta í þessum dreng
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Donni: Hefur fengið þónokkur símtöl
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
„Ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað, alveg galinn“
Láki: Hef þurft að setja saman tvö eða þrjú lið
Lárus Orri: Frábært að vinna ÍBV í roki
Fyrirliðinn segir stöðuna skelfilega - „Auðvitað er maður skíthræddur um að falla með KR“
   sun 05. október 2025 22:41
Gunnar Bjartur Huginsson
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Viktor Karl Einarsson spilaði leik númer 250 í grænu treyjunni í kvöld.
Viktor Karl Einarsson spilaði leik númer 250 í grænu treyjunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik náði í kærkominn sigur á Kópavogsvelli í kvöld, þegar þeir tóku á móti Fram og sigruðu þá 3-1 í fjörugum markaleik. Leikurinn var mikilvægur fyrir nokkrar sakir en Breiðablik vann sinn fyrsta leik í deild frá 19, júlí og Viktor Karl Einarsson spilaði leik númer 250 fyrir Breiðablik.

Þetta var bara geggjaður leikur og eins og þú segir tímabært að við vinnum hérna á Kópavogsvelli. Við vorum búnir að bíða aðeins eftir þessu og bara geggjaður, til þess að klára þetta 'run' af jafnteflum og svona, þannig að ég er mjög ánægður með sigur," sagði Viktor Karl Einarsson, leikmaður Breiðabliks eftir sigur á Fram. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

Nú tekur við tveggja vikna landsliðshlé en Breiðablik er enn í baráttu um evrópusæti og því spurning hvaða áhrif pásan komi til með að hafa á liðið í þeirri baráttu.

Það leggst bara mjög vel í mig. Það er fínt að fá smá pásu núna og gott að fara inn í pásuna með sigur á bakinu, þannig að það leggst bara vel í mig."

Viktor Karl Einarsson var heiðraður fyrir leik en líkt og fyrr segir, var þetta leikur númer 250 í grænu treyjunni. Viktor er uppalinn í Breiðabliki og því um stóran áfanga um að ræða fyrir hann.

Ég er bara virkilega stoltur og vonandi bara margir fleiri leikir á leiðinni en ég er virkilega stoltur af þessum áfanga," sagði Viktor að lokum.

Viðtalið má nálgast í heild sinni í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner