Miðjumaðurinn Rodri, sem spilar fyrir Manchester City, hefur dregið sig úr spænska landsliðshópnum sem er að fara að mæta Georgíu og Búlgaríu í undankeppni HM.
Rodri fór af velli vegna meiðsla á 21. mínútu þegar City vann Brentford í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Hann meiddist aftan í læri.
Rodri hefur verið að vinna í að koma sér á fullt skrið eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna meiðsla á hné sem héldu honum lengi frá. Rodri er einn besti miðjumaður heims og vann Ballon d'Or gullboltann á síðasta ári.
Rodri fór af velli vegna meiðsla á 21. mínútu þegar City vann Brentford í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Hann meiddist aftan í læri.
Rodri hefur verið að vinna í að koma sér á fullt skrið eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna meiðsla á hné sem héldu honum lengi frá. Rodri er einn besti miðjumaður heims og vann Ballon d'Or gullboltann á síðasta ári.
Spænska landsliðið er einnig án Lamine Yamal, leikmanns Barcelona, í þessum glugga og Nico Williams, leikmanns Athletic Bilbao.
Meiðslavandræði Spánverja opnuðu leið fyrir hinn reynslumikla Borja Iglesias að era valinn aftur í spænska landsliðið en hann hefur verið að spila vel fyrir Celta Vigo.
Spánverjar eru á toppi síns riðils með fullt hús. Sex stig gegn Georgíu og Búlgaríu munu innsigla sæti á HM á næsta ári ef Tyrkland nær ekki að vinna Búlgaríu og Georgía gerir jafntefli við Tyrkland.
Athugasemdir