Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 08. nóvember 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benoný Breki orðaður við Sunderland
Benoný Breki Andrésson, sóknarmaður KR.
Benoný Breki Andrésson, sóknarmaður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benoný Breki Andrésson, markakóngur Bestu deildarinnar, er eftirsóttur af félögum erlendis.

Benoný Breki er aðeins 19 ára gamall en hann stefnir á það að fara út í atvinnumennsku í vetur.

Hann hefur verið orðaður við Mainz í Þýskalandi og við félög í spænsku úrvalsdeildinni. Þá sagði Kristján Óli Sigurðsson frá því í Þungavigtinni í dag að það væri stórt félag á Englandi að fylgjast með honum.

„Benoný Breki er eftirsóttasta varan frá Íslandi, eðlilega. Níurnar eru ekkert á hverju strái," sagði Kristján Óli. „Sunderland er á eftir honum. Heerenveen, Utrecht og AZ eru það líka."

Sunderland er á toppnum í Championship-deildinni á Englandi og er stórt félag í enska boltanum.

Benoný var nálægt því að ganga í raðir sænska félagsins Gautaborgar fyrir tæpu ári síðan en á endanum varð ekkert úr því. Hann sló svo markametið í efstu deild síðastliðið sumar með því að skora 21 mark í 26 leikjum.


Athugasemdir
banner