Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   sun 08. desember 2019 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sá elsti til að skora þrennu - 38 ára og 140 daga
Real Betis er þessa stundina 3-1 yfir gegn Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni.

Öll þrjú mörk Betis hafa verið skoruð af Joaquin, sem er 38 ára og 140 daga gamall. Hann gerði öll þrjú mörk sín á fyrstu 20 mínútum leiksins.

Joaquin er elsti leikmaðurinn í sögu spænsku úrvalsdeildarinnar til að skora þrennu.

Mörk Joaquin:
Fyrsta markið
Annað markið
Þriðja markið

Joaquin er ekki eini leikmaðurinn til að skora þrennu í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Í gær bætti Lionel Messi metið yfir flestar þrennur í spænsku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner