Birna Kristín Björnsdóttir er alfarið gengin til liðs við FH og gerir samning út tímabilið 2025.
Birna Kristín var á láni hjá FH frá Breiðabliki á síðustu leiktíð þar sem hún kom við sögu í átta leikjum en FH var nýliði í deildinni og hafnaði í 6.sæti.
Hún er fædd árið 2004 og var í byrjunarliðinu í tveimur leikjum u19 ára landsliðsins á EM í sumar. Hún var í leikmannahópi u20 sem tapaði gegn Austurríki um sæti á HM á dögunum.
Birna er uppalin hjá Blikum en hún lék 16 leiki í Bestu deildinni með Aftureldingu sumarið 2022.
Athugasemdir