Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 09. janúar 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
HK og Breiðablik mætast í Bjarkaleiknum á laugardag
Bjarki Már Sigvaldason.
Bjarki Már Sigvaldason.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Fótbolti.net mótið hefst á laugardag en HK og Breiðablik mætast þar í nágrannaslag í Kórnum klukkan 11:15.

Félögin hafa ákveðið að kalla þetta Bjarkaleik í minningu Bjarka Sigvaldasonar sem lést á síðasta ári.

Félögin í samráði við Ástrós Rut Sigurðardóttir ekkju Bjarka hafa ákveðið að stefna á leik milli liðana einu sinni á ári þar sem selt verður inn, og mun ágóðinn renna óskertur í gott málefni í hvert sinn.

Félögin og Ástrós hafa ákveðið að styrkja Ljónshjarta-fyrir ungt fólk sem misst hefur maka og börn þeirra þetta árið.

Frjáls framlög eru við inngangin fyrir leikinn á laugardag.

Viðburðurinn á Facebook
Athugasemdir
banner