Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 09. janúar 2021 15:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æfingar byrjaðar hjá Kristianstad fyrir spennandi tímabil
Sveindís er mætt til æfinga hjá Kristianstad.
Sveindís er mætt til æfinga hjá Kristianstad.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingafélagið Kristianstad hefur hafið undirbúningstímabil fyrir nýtt tímabil sem hefst seinna á þessu ári.

Það er spennandi ár framundan hjá Kristianstad þar sem félagið mun taka þátt í Meistaradeildinni í fyrsta sinn eftir að hafa lent í þriðja sæti sænsku deildarinnar á síðasta tímabili.

Kristianstad birtir nokkrar myndir á Instagram síðu sinni og þar má meðal annars sjá nýjan leikmann liðsins, Sveindísi Jane Jónsdóttur sem er að fara að hefja sitt fyrsta ár í atvinnumennsku. Sveindís átti magnað ár með Breiðabliki í fyrra og gekk í raðir þýska stórliðsins Wolfsburg fyrir áramót. Hún er á láni hjá Kristianstad.

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad og með liðinu leikur einnig miðvörðurinn reyndi Sif Atladóttir.

Hér að neðan má sjá myndirnar sem Kristianstad birti á Instagram síðu sinni.


Athugasemdir
banner
banner