Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mán 09. janúar 2023 22:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta: Nketiah sýndi mikið æðruleysi
Mynd: EPA

Mikel Arteta var í skýjunum með frammistöðu Eddie Nketiah í kvöld en hann hefur staðið sig gríðarlega vel í fjarveru Gabriel Jesus.


Nketiah skoraði tvö mörk í 3-0 sigri liðsins gegn Oxford í enska bikarnum í kvöld og var Arteta sérstaklega hrifinn af því hvernig Nketiah lék á markvörð Oxford.

„Hann sýndi mikið æðruleysi, klárar færin frábærlega og að bíða og sjá hvað markmaðurinn ætlaði að gera sýnir mikil gæði. Hann er að verða betri og betri, ég er mjög ánægður með hann," sagði Arteta.

Arsenal heimsækir Manchester City í næstu umferð.


Athugasemdir
banner