Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. febrúar 2021 15:16
Elvar Geir Magnússon
Vinnur að því að fá bikar í skápinn sem fyrst
Carlo Ancelotti, stjóri Everton.
Carlo Ancelotti, stjóri Everton.
Mynd: Getty Images
Everton hefur ekki unnið bikar síðan félagið vann FA-bikarinn 1995 og Carlo Ancelotti, stjóri liðsins, segist meðvitaður um hversu mikil löngun er meðal stuðningsmanna um að það breytist.

„Við erum að vinna í þessa átt. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að stuðningsmenn Everton þrá það að vinna bikar aftur," segir Ancelotti.

„Ég veit ekki hvort rétti tímapunkturinn sé þetta tímabil, við erum samt að gera allt sem við getum til að fá bikar sem fyrst."

Everton og Tottenham mætast í 16-liða úrslitum FA-bikarsins annað kvöld.

Ancelotti segist telja mikilvægara fyrir félagið á þessum tímapunkti að ná Evrópusæti en að vinna bikar en gerir sér auðvitað grein fyrir því að með því að vinna bikarinn þá fái liðið Evrópukeppni.

„Mikilvægast er fyrir stöðugleika félagsins að við náum Evrópusæti. Fyrir ánægjuna er bikar alltaf mikilvægur. En á þessum tímapunkti gefur það meira að ná í Evrópu," segir Ancelotti.
Athugasemdir
banner
banner
banner