Á síðari hluta febrúar mánuðar fer fram spennandi námskeið fyrir fótboltafólk á aldrinum 15-17 ára á vegum Heil heilsumiðstöðvar.
Að námskeiðinu standa systurnar Margrét Lára (sálfræðingur) og Elísa (næringafræðingur) Viðarsdætur sem eiga að baki mikinn fjölda landsleikja fyrir Íslands hönd ásamt Grími Gunnarssyni sálfræðingi hjá KSÍ og Einari Erni Guðmundssyni sjúkraþjálfara.
Góð ráð og fræðsla frá fagfólki hvernig unga fólkið okkar getur fyrirbyggt meiðsli, tekist á við mótlæti og aukið sjálfstraust í íþróttum. Einnig hvernig þau geta aukið orku og úthald við æfingar og leiki.
Um er að ræða fjögur skipti í heildina með fyrirlestra og fræðslukvöld með sálfræðingi, næringarfræðingi og sjúkraþjálfara. Námskeiðin eru tvisvar í viku i í 1,5 klukkustund í senn.
Dagsetningar:
21. febrúar (19:30-21:00)
23. febrúar (19:30-21:00)
28. febrúar (19:30-21:00)
2. mars (19:30-21:00)
Skráning:
sjalfsagi@gmail.com
Verð:
15.000 fyrir 4 fræðslukvöld (tamarkað pláss í boði)
Staðsetning:
Nethylur 2c, 110 Árbær