Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var ánægður með framlag sinna manna í jafntefli gegn HK í Kórnum í Lengjubikarnum í kvöld.
„Þetta var hörku leikur. Það var mikið lagt í hann, það var það sem ég vildi fá út úr þessum leik: Fyrst og fremst að við værum hugaðir og gæfum allt í þetta. Mér fannst það vanta, sérstaklega í fyrri hálfleiknum hjá KR, vorum algjörar pissudúkkur þar," sagði Davíð Smári.
„Við erum vissulega aðeins á eftir liðum taktískt, við höfum lítið geta æft það. Við erum hins vegar í hörku standi og það er kraftur í liðinu, menn voru tilbúnir að henda sér í alla bolta og leggja sig fram."
Það hefur verið umfjölllun um æfingaaðstæður Vestra en Davíð var ánægður með að komast í betri aðstæður en Vestraliðið er vant.
„Við erum í öðrum fasa en önnur lið. Við erum ekki að æfa við toppaðstæður þannig fyrir okkur að komast í toppaðstæður lítum við á það sem stóra og góða æfingu," sagði Davíð Smári.